top of page

Snæfellingar upp til hópa hamingjusamir náttúruunnendur


Íbúar á Snæfellsnesi eru almennt hamingjusamir ef marka má nýja könnun á vegum Byggðastofnunar og landshlutasamtakanna, sem mældi búsetuskilyrði, hamingju og almennt viðhorf til búsetusveitarfélags.

Spurt var um 40 atriði sem snerta búsetuskilyrði. Sem dæmi um fjölbreytileika í efnisatriðum má nefna friðsæld, loftgæði, skólamál, atvinnuöryggi, launatekjur, húsnæðismál, nettengingar, vegakerfi, vöruverð, þjónustu við fatlaða og aldraða, rafmagn, ásýnd bæja og sveita, almenningssamgöngur og margt fleira. Stærsti hópur þátttakenda mat hamingju sína 8 á skalanum 1-10. Lítill munur mældist á hamingju íbúa eftir landsvæðum en íbúar á Snæfellsnesi reyndust þó hamingjusamastir.


Íbúar á Snæfellsnesi voru jákvæðastir í afstöðu til síns sveitarfélags og gáfu ásýnd hæstu einkunn allra og voru einnig ánægðir með loftgæði, sorpmál, umferðaröryggi og umhverfismál.

Skoðanakönnunin var gerð í september og október 2020 og var send út á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku. Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri annaðist gerð úrtaks. Vífill Karlsson, hagfræðingur hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, hafði yfirumsjón með skipulagi og framkvæmd.

Niðurstöðurnar byggja á svörum frá yfir tíu þúsund þátttakendum og er þetta í fyrsta sinn sem svo víðtæk könnun á búsetuskilyrðum, hamingju og viðhorfi til sveitarfélags nær til allra svæða landsins.



Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page