

Vel heppnaður listviðburður í Malarrifsvita
Ó, DÝRA LÍF Innsetning Jónínu Guðnadóttur í vitanum á Malarrifi 30. júní – 2. september 2018 var opin daglega frá kl. 1200–16.30. Ekki er hægt að segja til um nákvæman fjölda gesta, en gestabækur hreinlega spændust upp í sumar og vitaverðir sumarsins töldu sig flestir hitta yfir 100 gesti á hverjum degi. Hugmyndina að verkefninu áttu Hollvinasamtök Þórðar frá Dagverðará og átti stjórn félagsins fund með Svæðisgarðinum Snæfellsnesi s.l. haust. Vinnuhópur var stofnaður. Svæðis