

Svæðisgarðurinn Snæfellsnes verði fyrirmynd fyrir önnur svæði
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Ragnhildur Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins Snæfellsnes, hafa undirritað samning um stuðning við áframhaldandi þróun svæðisgarðs á Snæfellsnesi. Svæðisgarðurinn Snæfellsnes er samstarfsvettvangur sveitarfélaga og atvinnulífs á svæðinu og stuðlar að efnahagslegum, umhverfislegum og félagslegum ávinningi heimafólks á Snæfellsnesi. Með samningnum er lögð áhersla á að unnið verði að því að draga fram