Svæðisgarðsverkefnið
Svæðisgarðurinn Snæfellsnes var stofnaður 2014 af sveitarfélögunum fimm á Snæfellsnesi og félögum sem eru samnefnarar í atvinnulífi á svæðinu.
Svæðisgarður á sér evrópska fyrirmynd og er skilgreindur sem fjölþætt samstarf sveitarfélaga, fyrirtækja, félaga og samtaka á svæði sem myndar samstæða landslags- og menningarlega heild. Samstarfið byggist á sameiginlegri sýn um sérstöðu svæðisins og samtakamætti við hagnýtingu sérstöðunnar og verndun hennar.
Framtíðarsýn
Svæðisgarðurinn Snæfellsnes er fyrsti svæðisgarðurinn á Íslandi. Sjálfsmynd samfélagsins styrkist, það verður meðvitaðra um sérstöðu sína og nærtæk gæði og samlegð ólíkra aðila eykst til styrkingar atvinnu og búsetu.
Erlendar fyrirmyndir sýna að þessi leið til að stilla saman strengi íbúa, fyrirtækja og stjórnvalda á samstæðu svæði er líkleg til að gefa frjóan jarðveg fyrir þá sem vilja nýta sér landkosti og sérstöðu svæðisins á fjölbreytilegan hátt.
Tilgangur
Tilgangur Snæfellinga með stofnun svæðisgarðs er að efla samfélagið, vinna sameiginlega að því að bæta lífsgæði og lífskjör og auka upplifun og vellíðan íbúa og gesta.
Þátttakendur
Þeir aðilar sem standa að verkefninu eru:
-
Eyja- og Miklaholtshreppur
-
Helgafellssveit
-
Ferðamálasamtök Snæfellsness
-
Snæfell, félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi
-
Búnaðarfélag Eyrarsveitar
-
Búnaðarfélag Staðarsveitar
-
Búnaðarfélag Eyja- og Miklaholtshrepps
-
Fleiri geta bæst í hópinn
Verkefnisstjórn var í höndum Bjargar Ágústsdóttur útibússtjóra hjá Ráðgjafarfyrirtækinu Alta, Grundarfirði og starfsmenn Alta veittu ráðgjöf.
Kortið sýnir sveitarfélögin fimm sem taka þátt í mótun svæðisgarðsins.