

Verið velkomin á Snæfellsnes
Nú er ferðamannastraumurinn aðeins farinn að glæðast á Snæfellsnes og mikið framboð af veitingum, ferðum, vörum og margvíslegri upplifun. Snæfellingar eru duglegir að ferðast um sitt heimasvæði og bjóða gesti velkomna. Við þurfum öll að þekkja viðburðaveisluna, svo við getum sagt frá henni. Svæðisgarðurinn bíður þeim sem vilja á námskeið, í heimsókn í Gestastofu Snæfellsnes sem er opin alla daga og unnið er að rafrænu kynningarefni.
Umræðufundur um stöðumat á ástandi lands á Snæfellsnesi og kortlagningu beitarlanda, í gegn um tölvu
Heil og sæl Nú er okkur Snæfellingum boðið á opinn umræðufund um GróLindarverkefnið og frekari fræðslu um stöðumat á ástandi lands og kortlagningu beitarlanda sem kynnt var á landsvísu fimmtudaginn 18. júní síðastliðinn. Þessi fundur er einungis hugsaður fyrir íbúa í okkar landshluta en aðrir fundir verða haldnir fyrir aðra landshluta. Á þessum fundi getum við fengið svör við spurningum í tengslum við fyrstu útgáfu á tveimur mikilvægum kortum; stöðumat + kortlagningu beitarsv