

Sælkeraferðir á Snæfellsnesi og Matarklasi Snæfellsness
Svæðisgarðurinn Snæfellsnes er nú tilbúinn til að hrinda í framkvæmd verkefninu „Sælkeraferðir á Snæfellsnesi“. Góður styrkur frá Matarauði Íslands gerði okkur kleift að ráða sérstakan verkefnisstjóra, Elínu Guðnadóttur, sem er með MSc gráðu í matvælastefnumótun og starfaði í mörg ár við byggðaþróun í Englandi. Meginmarkmið verkefnisins Sælkeraferðir á Snæfellsnes er að hanna matarleiðir (sem hægt er að aka eftir ) og matarstíga (sem hægt er að fylgja eftir gangandi eða hjóla