Frestur til að skila inn efni í aðventuhandbók Snæfellsnes rennur út í dag
Nú erum við að komast í aðventustemningu því aðventuhandbók Snæfellsness er að taka á sig mynd! Skilafrestur efnis í bókina, upplýsingar um þjónustu- og söluaðila, viðburðir og auglýsingar er í dag Hægt er að skrá viðburði hér: http://adventa.snaefellsnes.is/.../snaefelli.../skra-vidburd Er hægt að gefa Snæfellsnes í jólagjöf? Skráning þjónustu- og söluaðila er hér: https://docs.google.com/.../1FAIpQLSfPcD6LHj7uzS.../viewform

Matarmarkaður á hjólum um Snæfellsnes
Spennandi farandmatarmarkaður er að leggja af stað um Vesturland. Stoppað er víða á Snæfellsnesi eins og fram kemur í meðfylgjandi auglýsingu. Gestastofa Snæfellsness er opin alla daga frá 10 - 17. Á morgunn verður opið þangað til síðustu gestir fara heim. Farandmatarmarkaðurinn verður á planinu fyrir utan Gestastofuna kl. 17

Aðventudagatal Snæfellsness í smíðum
Það verður margt í boði á Snæfellsnesi fyrir jólin og eins og í fyrra mun Svæðisgarðurinn gefa út aðventudagatal sem borið verður í hvert hús á Snæfellsnesi + aðgengilegt rafrænt. Þar vörpum við ljósi á viðburði, vörur og þjónustu og hvetjum íbúa til að njóta og versla í heimabyggð. F yrirtæki og félagasamtök eru hvött til að nýta sér þennan vettvang til að kynna það sem þau hafa að bjóða: adventa.snaefellsnes.is

Örugg ferðahegðun á Snæfellsnesi
Það eru ekki hættulegir staðir á Snæfellsnesi en við þurfum öll að vera meðvituð um örugga ferðahegðun. Svæðisgarðurinn Snæfellsnes í samvinnu við Safe Travel/Landsbjörgu boðar til fræðslufundar um örugga ferðahegðun á Snæfellsnesi fimmtudaginn 4. nóvember n.k. kl. 17 í Gestastofu Snæfellsness á Breiðabliki. Allir velkomnir.