Samstarfsverkefni?
Heil og sæl Snæfellingar Svæðisgarðurinn Snæfellsnes vill vekja athygli ykkar á eftirfarandi styrkjum því fjármagn er kröftugt hreyfiafl fyrir þau mikilvægu verkefni sem við viljum ráðast í. Við eigum mörg sóknarfæri: Nú er kominn nýr Matvælasjóður. Hlutverk sjóðsins að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er lögð á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu. Markmið s