Shape 2017 – 2020
Samvinna um náttúru og menningararf og sjálfbæra ferðaþjónustu á Norðurslóðum
Markmið:
-
Virkja tengslanet hagsmunaaðila í hverjum svæðisgarði
-
Skilgreina viðfangsefni og vandamál. Vinna
-
saman að sjálfbærri og ábyrgri ferðaþjónstu.
-
Kortleggja náttúru og menningararf. Skoða áhrif af hnattrænni hlýnun, finna leiðir
-
til að fylgjast með áhrifum hennar.
-
Deila góðum dæmum og þróa áfram, hvert í sínu lagi og saman, sjálfbæra ferðaþjónustu í viðkomandi svæðisgörðum.
-
Bera saman stjórnunarmódel viðkomandi svæða.
-
Búa til verkfærakistu fyrir sjálfbæra ferðaþjónustu á Norðurslóðum.

Verndarsvæði og þróun byggðar
Sex erlendir fyrirlesarar sögðu frá áhugaverðum dæmum um lausnir sem tryggja vernd samhliða hagnýtingu náttúrugæða og menningararfs, sem beint eða óbeint tengist hinu verndaða.
Samnorræn vinnustofa
Samstarf á vegum Norske parker, samtaka svæðisgarða á Norðurlöndum.
Haldin var vinnustofa á Snæfellsnesi 18.-20. febrúar 2015 með þátttakendum úr svæðisgörðum frá hinum Norðurlöndunum.
Hér til hliðar má sjá myndband frá vinnustofunni.
Samtök norskra svæðisgarða
Dagana 2.-3. nóvember 2011 sátu fulltrúar svæðisgarðsverkefnisins á Snæfellsnesi fund hjá Samtökum norskra svæðisgarða, í Finnskogen í Noregi.


