top of page

Shape 2017 – 2020

Samvinna um náttúru og menningararf og sjálfbæra ferðaþjónustu á Norðurslóðum


Markmið:

  • Virkja tengslanet hagsmunaaðila í hverjum svæðisgarði

  • Skilgreina viðfangsefni og vandamál. Vinna

  • saman að sjálfbærri og ábyrgri ferðaþjónstu.

  • Kortleggja náttúru og menningararf. Skoða áhrif af hnattrænni hlýnun, finna leiðir

  • til að fylgjast með áhrifum hennar.

  • Deila góðum dæmum og þróa áfram, hvert í sínu lagi og saman, sjálfbæra ferðaþjónustu í viðkomandi svæðisgörðum.

  • Bera saman stjórnunarmódel viðkomandi svæða.

  • Búa til verkfærakistu fyrir sjálfbæra ferðaþjónustu á Norðurslóðum.

Capture.PNG

Verndarsvæði og þróun byggðar

 

Hvað getum við lært af öðrum þjóðum var inntak ráðstefnu sem Hrífandi stóð fyrir í Veröld, húsi Vigdísar, þann 27. apríl 2018.

 

Sex erlendir fyrirlesarar sögðu frá áhugaverðum dæmum um lausnir sem tryggja vernd samhliða hagnýtingu náttúrugæða og menningararfs, sem beint eða óbeint tengist hinu verndaða.​

0a2e60_269526bac37744998adc90ff65e82e3f_

Samnorræn vinnustofa

 

Samstarf á vegum Norske parker, samtaka svæðisgarða á Norðurlöndum.

Haldin var vinnustofa á Snæfellsnesi 18.-20. febrúar 2015 með þátttakendum úr svæðisgörðum frá hinum Norðurlöndunum.

Hér til hliðar má sjá myndband frá vinnustofunni.

Samtök norskra svæðisgarða

 

Dagana 2.-3. nóvember 2011 sátu fulltrúar svæðisgarðsverkefnisins á Snæfellsnesi fund hjá Samtökum norskra svæðisgarða, í Finnskogen í Noregi. 

bottom of page