

Kanna möguleika Svæðisgarðs Snæfellsness að komast á lista UNESCO sem Maður og lífhvolfssvæði
Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, og formaður stjórnar Svæðisgarðsins á Snæfellsnesi, Björg Ágústsdóttir, undirrituðu í dag samkomulag í gestastofu Snæfellsness á Breiðabliki um forathugun á að landsvæði svæðisgarðsins verði í framtíðinni tilnefnt til UNESCO sem svo nefnt Maður og lífhvolfssvæði (e. Man and Biosphere). Verkefnið hefur verið í undirbúningi undanfarið ár og ráðgert er að því ljúki í vor. Verkefnið sem skrifað var undir í dag felur í s


Viltu lifa og starfa á Snæfellsnesi?
Nú er lag að flytja vestur á Snæfellsnes og taka starfið sitt með, eða búa til nýtt. Eins og sést á meðfylgjandi korti frá Byggðastofnun getið þið valið um staði sem bjóða upp á góða vinnuaðstöðu og samfélag um kaffikönnu. Allar staðsetningar þannig að þið þurfið bara að rétta út hönd til að komast í okkar einstöku náttúru og menningu. Vertu velkomin/n á Snæfellsnes


Snæfellingar upp til hópa hamingjusamir náttúruunnendur
Íbúar á Snæfellsnesi eru almennt hamingjusamir ef marka má nýja könnun á vegum Byggðastofnunar og landshlutasamtakanna, sem mældi búsetuskilyrði, hamingju og almennt viðhorf til búsetusveitarfélags. Spurt var um 40 atriði sem snerta búsetuskilyrði. Sem dæmi um fjölbreytileika í efnisatriðum má nefna friðsæld, loftgæði, skólamál, atvinnuöryggi, launatekjur, húsnæðismál, nettengingar, vegakerfi, vöruverð, þjónustu við fatlaða og aldraða, rafmagn, ásýnd bæja og sveita, almenning