Á Sælkeraleiðinni eru áfangastaðir  sem varpa ljósi á matarmenningu Snæfellsness. Boðið er upp á margvíslega upplifun þar sem ferðlangar kynnast matvælaframleiðslu, sögu og hefðum og síðast en alls ekki síst eru veitingastaðir á leiðinni sem bjóða upp á mat úr héraði. 

Við vonum að þið njótið en munið ávallt að athuga opnunartíma staða þar sem hann getur breyst.  

Sælkeraleiðin er í stöðugri þróun og við hlökkum til að bjóða upp á fleiri áfangastaði í náinni framtíð. 
 

Sælkeraleið Snæfellsness