Ferð fyrir Snæfellinga um Snæfellsnes
Líttu þér nær - Ferð fyrir Snæfellinga um Snæfellsnes
7.september frá kl. 10:00 til kl. 19:00
Hvernig er að vera ferðamaður á heimaslóðum? Við erum gjörn á að leyfa okkur allskonar afþreyingu og gera vel við okkur á ferðalögum. En hvað með að upplifa heimabyggð eins og gestur? Fá sögufylgd um Snæfellsnes, stoppa á vel völdum stöðum og nærast á sál og líkama.
Nú smölum við Snæfellingum saman í hópferðabíl og upplifum orku og aðdráttarafl Snæfellsness. Aðdáendur staðsettir utan Snæfellsness eru að sjálfsögðu velkomnir með.
Ragnhildur Sigurðardóttir sögufylgja og framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins Snæfellsnes sér
um leiðsögn.
Þátttökugjaldið er 10.000 kr. Frekari upplýsingar og skráning í netfangið hlediss@gmail.com.
Áhersla á náttúru og menningu, skoðum nokkra af þeim fjölmörgu stöðum sem skilgreindir eru sem ferðamannastaðir og íbúar og gestir eru velkomnir á. Útilistaverkum verður veitt sérstök athygli.
10:00 Mæting í rútu á Breiðabliki, Íbúa- og gestastofu Snæfellsness. Kaffi / te og
hressing. Sýning og skoðunarferð um húsið.
Eyja-og Miklaholtshreppur
Snæfellsbær
Grundarfjarðarbær
Sveitarfélagið Stykkishólmur
19:00 Rútan skilar ferðafólki á Breiðablik
Þeir sem vilja geta klárað ferðina á einhverjum af þeim frábæru veitingastöðum sem
Snæfellsnes hefur uppá að bjóða, margir í grenndinni
Kommentare