top of page

Verkfærakista svæðisgarðsins

 

Einn megintilgangurinn með stofnun Svæðisgarðsins Snæfellsness er að auðvelda íbúum og fyrirtækjum að nýta sér sérstöðu í staðháttum, náttúru og menningu Snæfellsness. Hlutverk svæðisgarðsins í þessu sambandi er eftirfarandi:

  • Að auðvelda aðgang að efni sem lýsir eða gerir grein fyrir þessari sérstöðu á einhvern hátt og gera notkun efnisins auðvelda og hindrunarlausa.

  • Að hvetja til samstarfs og leiða saman þá sem vilja nýta sér sérstöðuna í starfi, námi eða leik með það fyrir augum að úr verði samlegð, nýjar hugmyndir, ný atvinnutækifæri og styrkari ímynd fyrir svæðið.

 

Nú þegar hefur heilmikið efni orðið til sem getur verið gagnlegt í þessum tilgangi. Efnið er af margvíslegu tagi og í fremur litlum einingum, t.d. textalýsingar, kort, vefjsár o.fl. sem nýta má á ólíkan hátt og í ólíku samhengi. Öllum er frjálst að nota efnið að vild að uppfylltum einföldum almennum skilyrðum sem eru þessi:

  • Notkunin sé í þeim tilgangi að kynna Snæfellsnes á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og helst þannig að það sem einn gerir komi öðrum líka til góða.

  • Vísað sé í Svæðisgarðinn Snæfellsnes sem uppruna gagnanna og nafngreinds höfundar sé getið ef um slíkt er að ræða.

 

Gera má ráð fyrir því að efnið vaxi með tímanum og góðar hugmyndir um viðbætur eru vel þegnar. Gera má ráð fyrir því að margir lumi á myndum, frásögnum eða öðru efni sem komið gæti öðrum Snæfellingum að gagni. Ábendingar um allt slíkt má senda á ragnhildur@snaefellsnes.is

 
​Hér fyrir neðan má sjá efni verkfærakistunnar.

Vefsjá

 

Hér má sjá sýnishorn af vefsjám sem tilheyra verkfærakistunni, þær má nánar sjá hér.

Kort úr Svæðisskipulagi Snæfellsness

Ýmis kort og samantektir eftir þemum

Náttúruarfur 

Menningararfur

Matarmenning, gróður og dýralíf

Búseta og landnotkun

Hugmyndir og sjónarmið

bottom of page