top of page

Viðburðir í Gestastofu Snæfellsness í nóvember/events in Snæfellsnes visitor center in november

Eins og sjá má á heimasíðu og samfélagsmiðlum Svæðisgarðs Snæfellsness er mikið um að vera í Gestastofu Snæfellsnes á Breiðabliki nú í nóvember og þar eru töluð a.m.k. 12 tungumál. Þannig að fjölmenningarsamfélagið á Snæfellsnesi fær vítamínsprautu þessar vikurnar.

Svæðisgarðurinn er svo heppinn að vera með fjóra mastersnema í útivistarfræðum í verknámi. Þau vinna ýmis verkefni og halda m.a. einn opinn viðburð hvert, þar sem við erum öll meira en velkomin. Nina kemur frá Austurríki, Peter frá Hollandi, Shasha frá Tékklandi og Nabil frá Spáni. Kennarinn þeirra frá Háskólanum á Hólum, Kjartan Bollason, býður okkur að lokum í fyrirlestur um myrkurgæði, og myrkurgöngu, líka á Breiðabliki.

Laugardagur 18. nóvember kl. 11; róleg útileikfimi fyrir alla, kaffispjall á eftir.



Miðvikudagur 22. kl. 17 Borðspil og spjall



Föstudagur 24. nóvember kl. 17.15 fyrirlestur og ganga um myrkurgæði


Sjáumst vonandi á Breiðabliki

Comments


Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page