top of page

Sælkeraleið um Snæfellsnes

Hér með kynnir Svæðisgarðurinn Sælkeraleið um Snæfellsnes https://www.snaefellsnes.is/saelkeraleid


Þátttakendur eru m.a. veitingastaðir og framleiðendur. Við kynnum líka áfangastaði sem "segja matarsögu Snæfellsness". Mikill samhljómur hefur verið í þessari vinnu, sem margir hafa komið að, búið er að þróa sælkeragönguferðir í þéttbýliskjörnunum Hér erum við með endalausa uppsprettu í þróunarvinnu en það er búið að hanna tilraunaferðir sem hægt er að horfa til. Við vonum að enn fleiri aðilar á Snæfellsnesi vilji taka þátt. Við höfum verið í góðu samstarfi við ferðaskrifstofu sem sérhæfir sig í matarferðum og erum svo sannarlega tilbúin að vinna með fleirum. Þeim mun fleiri, þeim mun betra.


Á Sælkeraleiðinni eru áfangastaðir sem varpa ljósi á matarmenningu Snæfellsness. Boðið er upp á margvíslega upplifun þar sem ferðlangar kynnast matvælaframleiðslu, sögu og hefðum og síðast en ekki síst eru veitingastaðir á leiðinni sem bjóða upp á mat úr héraði.

Við viljum að Snæfellsnes verði þekkt fyrir góðan mat frá A – Ö og að íbúar og gestir njóti. Munum að athuga opnunartíma staða, sérstaklega núna á þessum óvenjulegu tímum, en það eru allir að gera sitt besta við að hafa opið.

Sælkeraleiðin er í stöðugri þróun og við hlökkum til að bjóða upp á fleiri áfangastaði í náinni framtíð.

Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page