top of page

Fjölþjóðleg samvinnuverkefni í Svæðisgarðinum Snæfellsnes

Óvenju mikill fjölmenningarbragur var á verkefnum dagsins í Svæðisgarðinum:

Framkvæmdastjórinn hélt stutt erindi um starfið á Snæfellsnesi, á ráðstefnu í Rússlandi um ungt fólk og loftslagsbreytingar. Upptöku (enska og rússneska) má sjá á þessari slóð: https://youtu.be/OUFAUOccEAc

Erindi Svæðisgarðsins byrjar á 58 mínútu og þar strax á eftir kemur áhugavert erindi frá Christian (Noregur) um arkitektúr og skipulag í sjálfbæru þéttbýli nútíðar og framtíðar. Hin erindin eru eingöngu á rússnesku.


Pólskt/íslenskt (Snæfellsnes) 3 ára menningarverkefni er að taka á sig mynd og byrjar vonandi í haust.


Í lok ágúst verður fyrsta vinnusmiðjan í Erasmus verkefni um umhverfisvæna nýsköpun með áherslu á ungt fólk, sem Svæðisgarðurinn tekur þátt í með öflugum samstarfsaðilum (háskóli, skólar, stofnanir og fyrirtæki) í Noregi, á Englandi og hér á Íslandi.


Átti líka góðan fund í morgunn með Bjarna Diðrik og fleiri snillingum frá Landbúnaðarháskóla Íslands, sem og erlendu fræðafólki sem stýra m.a. meistaranámi í umhverfisbreytingum á norðurslóðum og ætla að koma með nemendahóp á Snæfellsnes í lok april



Comments


Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page