top of page

Samstarfsverkefni?

Heil og sæl Snæfellingar

Svæðisgarðurinn Snæfellsnes vill vekja athygli ykkar á eftirfarandi styrkjum því fjármagn er kröftugt hreyfiafl fyrir þau mikilvægu verkefni sem við viljum ráðast í. Við eigum mörg sóknarfæri:

Nú er kominn nýr Matvælasjóður. Hlutverk sjóðsins að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum.

Áhersla er lögð á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu. Markmið sjóðsins er að ná til verkefna á öllum stigum, allt frá hugmyndum til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna.

Umsóknarfrestur er til og með 21. september 2020

Allar nánari upplýsingar um Matvælasjóð má finna á vefsíðunni www.matvaelasjodur.is

Nú hefur Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2021: https://www.ferdamalastofa.is/is/um-ferdamalastofu/frettir/framkvaemdasjodur-ferdamannastada-auglysir-eftir-styrkumsoknum-opnad-fyrir-umsoknir-8-september

Nora er samstarf við Norður Atlandshaf, undir norrænu ráðherranefndinni. Hér má sjá kynninguna þeirra á skandinavísku, þau verða með kynningu á ensku n.k. föstudag (11. sept) kl. 12.

https://www.facebook.com/NORAREGION/videos/627796967927905

Bæði er hægt að fá aðstoð við umsóknarskrif (SSV, Svæðisgarðurinn ofl.) og hugmyndir um mögulega samstarfsaðila.

Svæðisgarðurinn getur bæði sótt um sjálfur (verið leiðandi í verkefni), verið samstarfsaðili eða eingöngu aðstoðað einstaklinga og fyrirtæki eða félagasamtök við að komast af stað.

Undirrituð verður á Hellissandi og í Ólafsvík á morgunn, þriðjudag, í Stykkishólmi á miðvikudag og í Grundarfirði á fimmtudag. Eins er einfalt að setja upp tölvufundi eða heyrast í síma (8486272)

Samvinnukveðja

Ragnhildur

Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page