Verið velkomin á Snæfellsnes
Nú er ferðamannastraumurinn aðeins farinn að glæðast á Snæfellsnes og mikið framboð af veitingum, ferðum, vörum og margvíslegri upplifun. Snæfellingar eru duglegir að ferðast um sitt heimasvæði og bjóða gesti velkomna. Við þurfum öll að þekkja viðburðaveisluna, svo við getum sagt frá henni. Svæðisgarðurinn bíður þeim sem vilja á námskeið, í heimsókn í Gestastofu Snæfellsnes sem er opin alla daga og unnið er að rafrænu kynningarefni.