top of page

Umræðufundur um stöðumat á ástandi lands á Snæfellsnesi og kortlagningu beitarlanda, í gegn um tölvu

Heil og sæl

Nú er okkur Snæfellingum boðið á opinn umræðufund um GróLindarverkefnið og frekari fræðslu um stöðumat á ástandi lands og kortlagningu beitarlanda sem kynnt var á landsvísu fimmtudaginn 18. júní síðastliðinn. Þessi fundur er einungis hugsaður fyrir íbúa í okkar landshluta en aðrir fundir verða haldnir fyrir aðra landshluta.

Á þessum fundi getum við fengið svör við spurningum í tengslum við fyrstu útgáfu á tveimur mikilvægum kortum; stöðumat + kortlagningu beitarsvæða. Hægt er að skoða kortin, sem og aðferðafræðina, hér: https://grolind.is/kortavefsja/

Við hvetjum alla til að horfa á kynninguna frá 18. júní fyrir fundinn (sjá https://www.youtube.com/watch?v=8BX_xlVerKg ).

Vonandi verður þetta verkefni unnið vel áfram og í góðri samvinnu við alla þá sem málið varðar.

Umræðufundurinn fer fram á fjarfundarformi. Dag- og tímasetningin er 24. júní 2020 frá 10:30 til 11:30 og slóðin er hér: https://us02web.zoom.us/j/89191826514

Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page