Sagnaseiður og atvinnumannadeildin Sögufylgjur
Heil og sæl, hér er bréf frá félaginu Sagnaseið, er ekki upplagt að bætast í atvinnumannadeildina?
Heil og sæl kæru félagar
Nú er sumarið að bresta á og þá byrjar háönn þeirra sem eru aðilar í
samstarfsklasanum og bjóða uppá gestamóttöku með söguívafi.
Þó svo að COVID hafi sett strik í reikningin þá er enn nokkuð af bókunum
í sögufylgd í sumar og er komið að því að skipta þeim ferðum á milli
þeirra sem hafa áhuga og eru með í samstarfsklasanum.
Við getum vel bætt við fleiri félögum þangað. Margir hafa sýnt því áhuga
en það þarf að skila inn umsókninni til að bætast formelga í hópinn og
geta þá tekið að sér ferðir. Þær kröfur sem eru fyrir inngöngu í
samstarfsklasann eru samkvæmt lögum félagsins:
• Vera félagi í Sagnaseið á Snæfellsnesi
• Hafa (sterka) tengingu við Snæfellsnes
• Hafa mótað, og geta gert grein fyrir hugmynd sinni að söguþjónustu á
Snæfellsnesi (sjá hvort um leyfisskylda starfsemi er að ræða)
• Sýna fram á vinnu við og/eða þátttöku á sagnamóti um hugmyndafræði og
gæðaviðmið Sagnaseiðs á Snæfellsnesi
• Hafa fyllt út kaflann „MINN SAGNASEIÐUR“ fyrir upplýsingar í
gæðahandbók
Ég hvet ykkur til að sækja um. Verkefnin innan samstarfsklasans eru
gefandi, skemmtileg og geta skapað tekjur fyrir þá sem vilja gera það.
Við ætlum að deila út verkefnum um 4 júní, umsóknir veðra að hafa borist
fyrir þann tíma ef fólk vill vera með nú í sumar.
Ef einhverjar spurningar vakna eða ykkur vantar aðstoð við að fylla út
eyðublaðið skal ekki hika við að hafa samband.
Kær kveðja
Dagbjört Dúna Rúnarsdóttir
Sími: 867-4451