top of page

Sælkeraferðir á Snæfellsnesi og Matarklasi Snæfellsness


Svæðisgarðurinn Snæfellsnes er nú tilbúinn til að hrinda í framkvæmd verkefninu „Sælkeraferðir á Snæfellsnesi“. Góður styrkur frá Matarauði Íslands gerði okkur kleift að ráða sérstakan verkefnisstjóra, Elínu Guðnadóttur, sem er með MSc gráðu í matvælastefnumótun og starfaði í mörg ár við byggðaþróun í Englandi.

Meginmarkmið verkefnisins Sælkeraferðir á Snæfellsnes er að hanna matarleiðir (sem hægt er að aka eftir ) og matarstíga (sem hægt er að fylgja eftir gangandi eða hjólandi) , bæði í dreifbýli og í þéttbýliskjörnum. Þannig geti gestir og íbúar svæðisins notið matarmenningar Snæfellsness á aðgengilegan hátt.

Áhersla verður lögð á gæða upplifun þar sem fólk fær að kynnast umhverfi og auðlindum Snæfellsness og hvernig matarmenning og hefðir hafa skapast út frá þeim.

Stór hluti verkefnisins er að kynna afurðir af svæðinu. Nú bjóðum við matvælaframleiðendum og ferðaþjónustuaðilum að koma í samstarf með okkur. Þetta samstarf verður svo grundvöllur að matarklasa samstarfi á Snæfellsnesi. Framtíðarsýnin er að matarklasinn verði vettvangur fyrir samstarf um fjölbreytt matartengd verkefni. Undirbúningsfundur er í bígerð og verður auglýstur á næstunni.

Áhugasamir hafið samband við Elínu (elin@snaefellsnes.is) eða Ragnhildi (ragnhildur@snaefellsnes.is)

Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page