top of page

Strandleið um Snæfellsnes; vinnusmiðja 28. febrúar

Fimmtudaginn 28. febrúar kl. 11.30 – 15.30 ( þríþætt og hægt er að taka þátt í einstökum hlutum eða öllum) verður vinnusmiðjan sem við höfum verið að þróa saman, í Bjarnarhöfn.

Vinsamlegast skráið þátttöku (ragnhildur@snaefellsnes.is) ekki síðar en þriðjudaginn 26. feb, svo við verðum vel undirbúin og með nóg af mat.

Ferðaþjónustufyrirtæki á Snæfellsnesi leggja fram kynningu á því sem viðkomandi vill vinna með (vörur/þjónusta). Best væri ef hver og einn væri búinn að skoða afþreyingu/áfangastaði og mögulega samstarfsaðila. Það væri mjög gott að fá stutt minnisblað um þetta frá hverjum og einum með skráningunni þannig að vinnan nýtist sem best á fimmtudaginn.

Vinnan okkar tengist að sjálfsögðu Norðurslóðaverkefninu Shape um sjálfbæra ferðaþjónustu og glænýrri Áfangastaðaáætlun Vesturlands. Markmiðið er að gestir okkar dvelji lengur og njóti þess sem Snæfellsnes hefur upp á að bjóða.

Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page