Niðurstöður Norrænnar strandhreinsunar
Nú liggja fyrir niðurstöður Norrænnar strandhreinsunar sem fram fór þann 5. maí 2017. Strandhreinsanir áttu sér stað samtímis á öllum Norðurlöndunum og á Íslandi var hreinsað á nokkrum stöðum á Snæfellsnesi, auk annarra staða á landinu. Landvernd vann náið að skipulagningu strandhreinsunarinnar með Svæðisgarðinum Snæfellsnesi, EarthCheck Snæfellsnesi, Lionshreyfingunni á Íslandi og Bláa hernum.
Niðurstöður sýna að uppruni plastsins sem safnaðist er að stórum hluta úr iðnaði, sjávarútvegi og umbúðaplasti.
Rannsóknin var unnin í samvinnu Landverndar og Norrænna systursamtaka, Hold Norge Rent, Håll Sverige Rent, Hold Danmark Rent, Pidä Saaristo Siistinä ry (Finnland) og Ringrås (Færeyjar).