top of page

Vel heppnaður listviðburður í Malarrifsvita

Ó, DÝRA LÍF Innsetning Jónínu Guðnadóttur í vitanum á Malarrifi 30. júní – 2. september 2018 var opin daglega frá kl. 1200–16.30. Ekki er hægt að segja til um nákvæman fjölda gesta, en gestabækur hreinlega spændust upp í sumar og vitaverðir sumarsins töldu sig flestir hitta yfir 100 gesti á hverjum degi.

Hugmyndina að verkefninu áttu Hollvinasamtök Þórðar frá Dagverðará og átti stjórn félagsins fund með Svæðisgarðinum Snæfellsnesi s.l. haust. Vinnuhópur var stofnaður. Svæðisgarðurinn sótti um styrk í verkefnið í Uppbyggingarsjóð Vesturlands og til menningarnefndar Snæfellsbæjar. Þaðan kom fjármagn sem fékk hjólin til að rúlla. Aðrir helstu samstarfsaðilar voru Vegagerðin, sem ber ábyrgð á vitanum og vitavarðahúsinu á Malarrifi, og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull. Ekki má svo gleyma vitavörðunum, en auglýst var eftir vitavörðum til að passa vitann og listsýninguna. Viðbrögðin voru einstaklega ánægjuleg og var nánast slegist um dagana. Jónína setti upp glæsilega innsetningu í vitann, með innblæstri frá hafinu, ströndinni og umhverfinu á Malarrifi.

Vitar eru einstakt sýningarrými, í þessu tilfelli byrjar sýningin undir sjávarmáli og endar í fuglum himinsins á efsta palli. Á opnunarhátíðinni söng karlakórinn Heiðbjört í vitanum og þar er mjög góður hljómburðu

Það er alveg ljóst eftir sumarið að gestir og heimamenn á Snæfellsnesi hafa mikinn áhuga á listviðburði sem þessum, og því að fá að komast inn í vita og skoða hann.

Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page