

Gestastofa Snæfellsness
Svæðisgarðurinn Snæfellsnes í samstarfi við Eyja- og Miklaholtshrepp hafa ákveðið að koma upp og opna Gestastofu Snæfellsness í félagsheimilinu Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi á sunnanverðu Snæfellsnesi. Meginmarkmið með opnun gestastofu við aðalaðkomuleiðina inn á Snæfellsnes er að ná til sem flestra ferðamanna sem leggja leið sína á Snæfellsnes og miðla til þeirra upplýsingum, þekkingu og ferðaráðgjöf til að auka öryggi, upplifun og ánægju bæði gesta og íbúa svæðisi